Visit Budapest

1. Upplýsingar og bókun
Í öllum verðlistum og auglýsingum visitbudapest skal tilgreina verð og allar upplýsingar sem ferðina varðar á greinargóðan og nákvæman hátt. Bókun á ferð er bindandi samningur á milli farþega og visitbudapest, en þó því aðeins að visitbudapest hafi staðfest bókun og farþegi hafi á réttum tíma greitt tilskilið staðfestingargjald. Ef farþegi hefur sett fram sérstakar kröfur um þjónustu skal það koma fram í samningi. Visitbudapest áskilja sér rétt til leiðréttinga á villum sem rekja má til rangrar uppsetningar eða tæknilegra ástæðna. 

2. Greiðslur
Staðfestingargjald skal greitt við bókun. Staðfestingargjald endurgreiðist ekki ef visitbudapest riftir samningi vegna vanefnda farþega. Sjá nánari upplýsingar um upphæð staðfestingargjalda í Þjónustuverðskrá. Lokagreiðsla skal greiðast skv. skilmálum visitbudapest: Flug og pakkaferðir skulu fullgreiðast í síðasta lagi 10 vikum fyrir brottför og sérferðir og siglingar skulu greiðast í síðasta lagi 14 vikum fyrir brottför. 

Þegar fargjaldareglur flugfélaga eða annarra flutningsaðila ganga lengra hvað greiðslur varðar en almennir skilmálar Visitbudapest, gildir sú regla er gengur lengra. 

3. Verð og verðbreytingar
Uppgefið áætlað verð við staðfestingu pöntunar kann að taka breytingum ef breyting verður á einum eða fleiri eftirfarandi þáttum: 
– Flutningskostnaði, þar með töldum eldsneytiskostnaði. 
– Sköttum eða gjöldum fyrir tiltekna þjónustu, s.s. lendingargjöldum eða gjöldum fyrir að fara um borð eða frá borði í höfnum eða á flugvöllum. 
– Gengi þess gjaldmiðils sem á við um tiltekna ferð. Ef gengisbreyting fer yfir 10% má visitbudapest hækka verð á ferð. 
Ferð sem er að fullu greidd tekur ekki verðbreytingum og sé ferðin greidd að meiru en hálfu (en þó ekki að fullu) verða eftirstöðvar bókunar hlutfallslega hækkaðar. 
Ekki má breyta umsömdu verði síðustu 20 dagana áður en ferð hefst.

Afpöntun eða breyting á bókun  

Um leið og bókun hefur átt sér stað og staðfestingargjald hefur verið greitt er hún talin staðfest. Eftirfarandi reglur gilda varðandi staðfestar ferðir:
Ef ferð er afpöntuð með 90 daga fyrirvara eða meira er fargjald endurgreitt en ekki staðfestingargjald.
Ef ferð er afpöntuð 30-89 dögum fyrir ferð er 25% af fargjaldi endurgreitt.
Ef ferð er afpöntuð með skemmri tíma en 30 dögum fyrir ferð fær farþegi enga endurgreiðslu.

Í einhverjum tilvikum er möguleiki að breyta farmiða. En það fer allt eftir því hvaða tegund af fargjaldi var upphaflega bókað. Ef hægt er að breyta flugmiða þá er breytingargjald 5000 kr. fyrir hvern farþega í bókun. Ofan á það leggst breytingargjald flugfélagsins og mögulegur fargjaldamismunur. Ef fargjald er í einhverjum tilfellum ódýrar en það fargjald sem var bókað er ekki endurgreiðsla á mismun. Ekki er hægt að nafnabreyta flugmiða ef minna en 72 klst eru í brottör.

Visitbudapest kaupir fargjaldið af viðkomandi flugfélagi um leið og bókun á sér stað, og aldrei er unnt að breyta bókaðri ferð í tilboðsferð. 

Sama gildir um hótel, ef breyta skal hóteli þarf að skoða hvert tilfelli fyrir sig hvort breytingar séu leyfilegar. Breytingargjald er 5000 kr. fyrir bókun. Ef hægt er að breyta hóteli þá er greitt fyrir verðmismun ef hótel er dýrara en það sem upphaflega var bókað. Ef ódýrar hótel er bókað þá er mismunur endurgreiddur.  

 

4. Skyldur farþega  

Farþegi er skuldbundinn að hlíta lögum og reglum opinberra aðila í þeim löndum sem hann ferðast um, taka tillit til samferðamanna sinna og hlíta þeim reglum sem gilda á hverjum stað, enda ber hann ábyrgð á tjóni sem hann kann að valda með framkomu sinni.  

 

Farþegi sem mætir ekki á brottfararstað á réttum tíma hefur fyrirgert rétti sínum til bóta ef hann missir t.a.m. af flugi af þeim sökum. Brjóti farþegi af sér í þessum efnum, eða gefi við upphaf ferðar tilefni til þess að ætla að hann verði samferðafólki sínu til ama með framkomu sinni, er ferðaskrifstofu heimilt að hindra hann í að hefja ferð sína eða halda henni áfram og verður hann þá að ljúka henni á sinn kostnað, þ.e.a.s. án endurkröfuréttar á hendur ferðaskrifstofu. Viðskiptavinur er ábyrgur að gefa upp réttar upplýsingar varðandi farþega og greiðslu, auk þess að fara yfir ferðagögn. Nafn á að vera nákvæmlega eins og þau koma fyrir í vegabréfi. Ef upplýsingarnar eru ekki réttar, getur farþegi lent í að vera synjað við innritun. Visitbudapest tekur enga ábyrgð á afleiðingum rangra upplýsinga. Ferðagögn og allar breytingar á flugum munu verða áframsendar á uppgefið netfang viðskiptavinar. Því er mikilvægt að netfang sé rétt. 

 

5. Breyting á flugáætlun eða aflýsing ferða 

Þegar farþegi sem ferðast í áætlunarflugi heyra undir reglur viðkomandi flugfélags og þeirra landa sem ferðast er til.

Flugfélög hafa rétt til breytinga á flugáætlun og flugtímum vegna veðurfarslega orsaka, tafa vegna mikillar flugumferðar eða vegna seinnar komu vélar úr öðru flugi eða bilana. Flugfélög hafa rétt til að skipta um flugvélakost reynist það nauðsynlegt.  Tímasetningar flugfélaga sem gefnar eru upp við bókun eru alltaf áætlaðar og geta breyst. Visitbudapest ber ekki ábyrgð á slíkum töfum flugfélaga eða breytingum frá fyrirfram áætlaðri flugáætlun.

 

Ef flugfélag fellur niður flug þá gilda þær reglur hjá hverju flugfélagi fyrir sig varðandi endurbókun á flugi, endurgreiðslur og eða bætur. 

Ef til þess kemur að endurgreiða þurfi ferð, þá er alltaf endurgreitt á það kort sem ferðin var greidd með. Ef greitt var með millifærslu þá er lagt inn á viðkomandi reikning.

Vegna atburða og aðstæðna sem telja má ófyrirsjáanlega og þess eðlis að visitbudapestn getur á engan hátt haft áhrif á atburðarás, né afleiðingar tengdum þeim, ber visitbudapestn enga ábyrgð. Í þeim tilvikum er visitbudapest heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu, enda verði farþegum tilkynnt tafarlaust þar um.  Geri visitbudapestn breytingar á ferð áður en hún hefst skal tilkynna það farþega svo fljótt sem unnt er.  

 

6. Hótel og gististaðir 

Samkvæmt starfsreglum gististaða hafa hótel og íbúðahótel leyfi til að yfirbóka gistirými til að mæta eðlilegum afföllum á pöntunum. Komi til yfirbókunar hjá gististöðum, sem hafa staðfest gistingu til farþega á er gististaðurinn ábyrgur fyrir að útvega viðskiptavinum sambærilegt eða betra hótel.  Visitbudapest er umboðsaðili og ber ekki ábyrgð á yfirbókunum gististaða, en sér að sjálfsögðu um að tilkynna og færa farþega á nýtt hótel eða gististað komi upp sú staða að um yfirbókun sé að ræða. Myndir og upplýsingar sem birtast á vef Visitbudapest geta í einhverjum tilfellum verið fengnar frá þriðja aðila og getur visitbudapestn því ekki borið ábyrgð á þeim.  Einnig ber Visitbudapest ekki ábyrgð ef aðbúnaður og þjónusta er tímabundið ekki fyrir hendi, t.d.  vegna Covid  eða ef um bilanir eða viðgerðir er að ræða. 

Visitbudapest sér ekki um að raða gestum á hótel eða gististaði, það er alfarið í umsjá hótelanna og það er gert rétt fyrir komu farþega. Farþegar geta beðið um séróskir sem við sjáum um að koma áleiðis til hótels. Taka skal fram að aldrei er hægt að staðfesta séróskir farþega. Það er alfarið í höndum starfsfólks á hótelum að skoða hvort hægt sé að verða við þeim óskum og kemur aðeins í ljós þegar á áfangastað er komið.  

 

7. Breytingar á sætabókun  

Sætabókanir geta breyst án fyrirvara vegna breytinga á flugáætlun, flugkosti eða annarra ófyrirsjáanlegra kringumstæðna. Í slíkum tilfellum er ávallt reynt að útvega viðskiptavini sambærilegt sæti með svipaða staðsetningu í flugvélinni eins og upphafleg bókun segir til um. Sætabókanir fást ekki endurgreiddar nema að um verulega tilfærslu hafi verið að ræða. Farþegi þarf þá að framvísa brottfararspjaldi sem sýnir úthlutað sæti á viðkomandi flugi. Í öllum tilvikum er greitt fyrir sætabókun hjá flugfélögum.

 

8. Skemmdir á farangri 

Visitbudapest bera ekki ábyrgð á skemmdum á töskum sem kunna að verða í flugi. Verði skemmdir á töskum í flugvél ber farþega að fá skriflega skýrslu hjá flugvallaryfirvöldum á staðnum, að öðrum kosti hefur farþegi fyrirgert rétti sínum til bóta. Flugfélögin sjá um greiðslu skaðabóta samkvæmt alþjóðlegum reglum og er greiðsla send beint til farþega. Visitbudapest bera ekki ábyrgð ef farangur tapast, skemmist eða hann berst farþega seint vegna rangrar afgreiðslu á flugvelli, sú ábyrgð er alfarið á þjónustuaðilum flugfélaga. 

Öll Flugfélög rukka aukalega fyrir farangur. Það er á ábyrgð farþega að sjá til þess að hann hafi bókað og greitt fyrir þann farangur sem hann er meðferðis.  

 

9. Fararstjórn  

Farþegar Visitbudapest eru á eigin vegum og ekki um farastjórn að ræða, nema að sérstaklega sé um það getið. Alltaf er hægt að hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst á visitbudapest@visitbudapest.is eða í gegnum netspjallið okkar. 

10. Trúnaður  

Samkvæmt lögum þá er Visitbudapest bundin þagnaskyldu gangvart viðskiptavinum sínum og gefum við því aldrei upp upplýsingar um ferðalög þín við aðra.  

Visitbudapest áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum fyrirvaralaust.