visitbudapest.is

Formúla 1 | 17. júlí - 22 júlí

Síðasti séns
329.990 kr

(Verð á mann á miðað við 2 saman í herbergi)
Ath: Nokkur laus sæti
Allar fyrirspurnir berast á visitbudapest@visitbudapest.is

Innifalið í verði

  • Flug fram og til baka
  • 3 daga passi í Red Bull stúkunni (eða sambærileg stúka)
  • Rútuferð upp að brautinni fyrir aðalkeppnina
  • 5 nætur á 4 stjörnu hóteli í miðbæ Búdapest
  • Morgunverður í 5 daga
  • Rútur til og frá flugvelli
  • Íslensk farastjórn

HÓTELIÐ

Hótelið í þessari ferð er hið glæsilega Ensana Thermal Margaret Island. Það er einstaklega staðsett fjögurra stjörnu premium hótel á hinni rólegu og grænu Margaret-eyju í hjarta Búdapest. 

Hótelið býður upp á afnot af stóru heilsulindarsvæði, inni- og útisundlaug og ókeypis WiFi.

Heilsulindarsvæðið er einnig með líkamsræktarstöð og ýmsar snyrtimeðferðir og nudd eru í boði.

Á Platán veitingastaðnum er hægt að njóta allskonar drykkja og léttra matargerðar ásamt stórkostlegu útsýni yfir hótelgarðinn. 

Boróka Bar er með verönd og Neptun bar við sundlaugina er aðlaðandi staður til að slaka á og sötra í sólinni.

Öll herbergin á hótelinu eru loftkæld og með svölum. Einnig er til staðar skrifborð, gervihnattasjónvarp og baðsloppar.

BORGIN

Búdapest er stórborg sem hefur upp á allt að bjóða. 

Ímyndaðu þér að ganga um gamlar byggingar sem hafa staðið í hundriðir ára, og svo ertu allt í einu kominn á bar sem er eins og listaýning.

Búdapest blandar saman gömlu og nýju og heillar alla sem heimsækja borgina, það er ástæða fyrir því að hún er oft kölluð “París austursins”

Ef þú hefur ekki fengið nóg eftir formúluna er næturlíf Búdapest eins og endalaus veisla. Barir, klúbbar, kariókí, þú nefnir það – þú finnur það.

Svo má ekki gleyma að nefna matarmenningu borgarinnar. Hvort sem þú ert í stuði fyrir hefðbundin Ungverskan mat eins og gúllassúpu, pasta, indverskan mat, lúxus steik eða sushi getur þú fundið það í Búdapest. Borgin er þekkt fyrir ljúffengan mat og frábæra drykki, og ekki skemmir hvað það er ódýrt.