Visit Budapest

ED SHEERAN | 20 JÚLÍ

Ed Sheeran | 17. júlí - 22. júlí

Innifalið í verði

ED SHEERAN

Íslandsvininn Ed Sheeran þarf líklega ekki að kynna fyrir neinum. Ed Sheeran hefur gefið út óteljandi hittara á borð við “Thinking Out loud”, “Shape of You” og “Perfect” 

Shape of You var til að mynda mest spilaða lagið á Spotify í mörg ár og vinsældir Ed Sheerans virðast aukast með árunum. Hvort sem hann spilar í Ameríku, Evrópu eða Asíu er alltaf uppselt á tónleikana hans og þegar hann stígur á stokk í Budapest þann 20. júlí á Puskás Areana er lofað algjörri veislu sem enginn má missa af.

Budapest

Búdapest er staðurinn til að vera – Borgin er eins og blanda af sögukennslu og partý. Ímyndaðu þér að ganga um gamlar byggingar sem hafa staðið í hundriðir ára, og svo ertu allt í einu kominn á bar sem er eins og listaýning. Búdapest elskar að blanda saman gömlu og nýju og heillar alla sem heimsækja borgina.

Ef þú hefur ekki fengið nóg eftir tónleikana er næturlíf Búdapest eins og endalaus veisla. Barir, klúbbar, þú nefnir það – þú finnur það.

Svo má ekki gleyma að nefna matarmenningu borgarinnar. Hvort sem þú ert í stuði fyrir hefðbundin Ungverskan mat eins og gúllassúpu eða pasta, indverskan mat, lúxus steik eða sushi getur þú fundið það í Búdapest. Borgin er þekkt fyrir ljúffengan mat og frábæra drykki, og ekki skemmir hvað það er ódýrt.

Verð frá 299.990 kr

(Verð á mann á miðað við 2 saman í herbergi)
50% staðfestingargjald
Hægt að dreifa greiðslum með Netgíró

Hafa samband